Andlát: Gunnar Birgisson

Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson.

Gunn­ar Birg­is­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og bæj­ar­stjóri, lést á heim­ili sínu í gær 73 ára að aldri.

Gunn­ar fædd­ist í Reykja­vík þann 30. sept­em­ber 1947 og var son­ur hjón­anna Birg­is Guðmunds­son­ar mat­sveins, d. 1962, og Auðbjarg­ar Brynj­ólfs­dótt­ur, starfs­manns heim­il­is­hjálp­ar­inn­ar í Reykja­vík, d. 2000.

Gunn­ar var kvænt­ur Vig­dísi Karls­dótt­ur sjúkra­liða en sam­an eiga þau dæt­urn­ar Bryn­hildi og Auðbjörgu Agnesi Gunn­ars­dæt­ur, fædd­ar 1968 og 1976.

Gunn­ar lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1972 og síðan grunn­námi í verk­fræði í Há­skóla Íslands árið 1977. Þá flutti Gunn­ar til Ed­in­borg­ar þar sem hann hlaut meist­ara­gráðu í bygg­ing­ar­verk­fræði frá Her­iot-Watt Uni­versity árið 1978. Gunn­ar lauk svo doktors­prófi í jarðvegs­verk­fræði í Uni­versity of Mis­souri árið 1983.

Gunn­ar starfaði sem verk­fræðing­ur hjá Norður­verki og Hönn­un hf. á átt­unda ára­tugn­um en tók við sem fram­kvæmda­stjóri Gunn­ars og Guðmund­ar ehf. og gegndi þeirri stöðu frá 1980 til 1994. Hann var einnig for­stjóri Klæðning­ar hf. frá ár­inu 1986.

Hann var formaður Verk­taka­sam­bands Íslands árin 1986 til 1991 og vara­formaður þess 1985-1986. Gunn­ar sat í fram­kvæmda­stjórn Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands á ár­un­um 1985 til 1992 og var vara­formaður þar 1989 til 1992. Ásamt því sat Gunn­ar í stjórn Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna sem formaður frá ár­inu 1991 til 2009. Gunn­ar átti auk þess verk­fræðistof­una Grund­un.

Gunn­ar sinnti einnig ráðgjaf­ar­störf­um fyr­ir hin ýmsu fyr­ir­tæki og fé­lög.

Hann var fyrst varaþingmaður árið 1992 en sat á þingi frá ár­inu 1999 og til 2006 fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í nú­ver­andi Suðvest­ur­kjör­dæmi. Hann var odd­viti sjálf­stæðismanna í Kópa­vogi frá ár­inu 1990 til 2005 og þá einnig formaður bæj­ar­ráðs Kópa­vogs. Gunn­ar tók við sem bæj­ar­stjóri Kópa­vogs árið 2005 og gegndi því starfi til 2009. Hann tók við sem bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar árið 2015 og starfaði sem slík­ur til 2019. Hann sinnti síðast stöðu sveit­ar­stjóra Skaft­ár­hrepps tíma­bundið árið 2020.

Árið 2017 kom ævi­saga Gunn­ars út. Þar kom fram að Gunn­ar hefði al­ist upp í fá­tækt en fljótt komið í ljós að hann væri ham­hleypa til verka. Hann braust til mennta og fann sína fjöl sem verk­fræðing­ur og stjórn­mála­maður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert