Loka leið A upp að gosinu

Hraunið rennur í nokkuð stöðugum straum.
Hraunið rennur í nokkuð stöðugum straum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur nú lokað leið A upp að gosstöðvun­um, því stend­ur nú leið B eft­ir sem er að sögn deild­ar­inn­ar „ekki fyr­ir óvana göngu­menn“. Mælst er til þess að óvan­ir gangi suður fyr­ir Borg­ar­fjall og inn að Nátt­haga til þess að berja hraunið aug­um.

Biðja fólk að ganga ekki á hraun­inu

Bæði lög­regl­an á Suður­nesj­um og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra ít­reka að það sé lífs­hættu­legt að stíga ofan á hraunið. Ný­lega hef­ur mikið verið fjallað um er­lend­an ferðamann sem gekk á hraun­inu langa vega­lengd en at­vikið sást vel á vef­mynda­vél mbl.is

„Við erum með land­verði, björg­un­ar­sveit­ar­fólk og lög­reglu­menn í kring­um svæðið en það verður hrein­lega að horfa til þess að fólk átti sig á því að þetta er stór­hættu­legt,“ sagði Gunn­ar Schram, yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um, í sam­tali við mbl.is í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka