Manninum enn haldið sofandi

Einn er í haldi lögreglu vegna málsins.
Einn er í haldi lögreglu vegna málsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður á þrítugaldri, sem stunginn var fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna aðfaranótt sunnudags, er enn í lífshættu. Honum er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans og ekki liggur fyrir hvenær ástand hans mun breytast. 

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, í samtali við mbl.is. 

Hann segir að sá sem færður var í varðhald strax í kjölfar stunguárásarinnar sé enn í haldi lögreglu og að ekki hafi neinn annar verið handtekinn vegna málsins. 

Að hans sögn er rannsókn málsins enn í fullum gangi og miðar vel.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert