„Auðvitað er þetta heilmikil upphæð en á móti kom að umsvif félagsins voru minni.“
Þetta segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags á Austurlandi í Morgunblaðinu í dag.
Á aðalfundi félagsins í síðustu viku kom fram að tekjutap þess á síðasta ári er metið á 70-100 milljónir króna. Tapið er rakið til samdráttar á félagssvæðinu vegna áhrifa kórónuveirunnar.