Alþjóðamálastofnum Háskóla Íslands, Norræna húsið og utanríkisráðuneytið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og vestnorræna ráðið standa í dag í fjórða sinn fyrir ráðstefnu um alþjóðamál. Ráðstefnan verður sýnd í beinu streymi á mbl.is, en hún hefst klukkan 9.
Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman sérfræðinga, stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk til opinnar umræðu um helstu áskoranir og tækifæri Íslands í utanríkismálum.