Leggja til umhverfisháskóla á Suðurnesjum

Keilir á Reykjanesskaga.
Keilir á Reykjanesskaga. Reykjanes Geopark/Olgeir Andrésson

Alþjóðlegur umhverfisháskóli á Suðurnesjunum, í samvinnu við Keili, er meðal aðgerða sem lagðar eru til af Suðurnesjavettvangi, samstarfi sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum,  Isa­via, Kadeco og Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um.

Niðurstöðu vinnu samráðsvettvangsins voru kynntar á fundi í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag undir yfirskriftinni Sjálfbær framtíð Suðurnesja. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fundinum í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilgangurinn er innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og hefur á vettvanginum verið unnið að hug­mynd­um sem efla at­vinnu­líf og styrkja innviði svæðis­ins í átt að sjálf­bærri framtíð.

Þá er lagt til að Suðurnesin haldi sameiginlegt kolefnisbókhald, bæði opinberar stofnanir og fyrirtæki og að sömuleiðis verði sameiginleg loftslagsstefna mótuð fyrir Suðurnesin í heild.

Einnig er lagt til að ásættanleg lausn verði fundin fyrir Suðurnesjalínu II.  Þetta er lagt til í samhengi við undirmarkmið 7.1 um nútímalega og áreiðanlega orkuþjónustu í boði alls staðar í heiminum á viðráðanlegu verði. 

Frá fundinum Sjálfbær framtíð Suðurnesja.
Frá fundinum Sjálfbær framtíð Suðurnesja. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögð voru til tólf verkefni undir fjórum megin markmiðum. 

Önnur verkefni sem lögð eru til eru: 

  • Aukning á fjölbreytni í atvinnulífi á Suðurnesjum.
  • Úrdráttur á notkun plasts, aukin endurvinnsla þess og mótun aðgerða gegn plastmengun í hafi.
  • Nýsköpunarvettvangur um sjálfbærni. 
  • Frárennslismál verði skoðuð í heild sinni á Suðurnesjum. 
  • Umhverfisvænar samgöngur, göngu- og hjólastígar. 
  • Samræming viðmiða um lágmarksframfærslu milli kerfa, stofnanna og bæjarfélaga. 
  • Heilstæð menntastefna á sviði sjálfbærni.
  • Bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert