Kærunefnd útboðsmála hefur ógilt samning Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar (ON) vegna hleðslustöðva. Með því fellur niður réttur til gjaldtöku á stöðvunum.
Úrskurðurinn varðar mál Ísorku gegn Reykjavíkurborg. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, segir í ViðskiptaMogganum í dag að málið sýni enn og aftur að samstarf ON og borgarinnar sé hættulegt samkeppni á frjálsum markaði.
„Og vekur margar spurningar um hvort Reykjavíkurborg skuli í raun stjórna fyrirtæki á samkeppnismarkaði,“ segir Sigurður.