Sláttur dregst vegna kulda

Montbletturinn. Matthías Ragnarsson athugar slægjuna á heimatúninu á Guðnastöðum í …
Montbletturinn. Matthías Ragnarsson athugar slægjuna á heimatúninu á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum.

Gras hefur sprottið illa á Suðurlandi vegna kulda og þurrka í vor og almennt kaldari tíðar að undanförnu en venjulegt er.

Matthías Ragnarsson, bóndi á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum, telur að sláttur hefjist almennt ekki fyrr en eftir viku eða tíu daga en það er meira en þremur vikum seinna en venjulega hefur verið á undanförnum árum.

Guðni hóf raunar slátt í gær. Sló montblettinn, eins og hann tekur sjálfur til orða. Það er fjögurra hektara tún heima við bæjarhús. Tilgangurinn er fyrst og fremst að prófa vélarnar eftir veturinn og athuga hvort þær verði ekk í lagi þegar alvöruheyskapur hefst. Einnig að hreinsa fíflatún og ná í ferskt fóður fyrir kýrnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert