Bambi skaðaði ímynd skotveiða

Formaður Skotveiðifélags Íslands, eða SKOTVÍS segir að rekja megi aukna andstöðu við skotveiðar aftur til teiknimyndarinnar um Bamba sem Walt Disney gerði í kringum stríðsárin. „Allir sem hafa séð þessa frægu teiknimynd vita að þar er ekki dregin upp falleg mynd af veiðimönnum,“ segir Áki Ármann Jónsson í Dagmálsþætti dagsins þar sem Eggert Skúlason ræðir við hann.

Þætt­irn­ir eru aðgengi­leg­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Áki segir að þarna hafi hafist mótmæli gegn skotveiðum og þetta hafi leitt til þess í Bandaríkjunum að nánast var hætt að veiða dádýr. 

Hin hliðin á þessum peningi er að dádýr urðu og eru vandamál í Bandaríkjunum eftir þetta. Veiðar nánast lögðust af og með fjölgun dýranna fjölgaði banaslysum, þar sem keyrt er á þau. Dádýr í Bandaríkjunum koma við sögu í 2.500 til 3.000 banaslysum á ári þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert