Alexandra Briem forseti borgarstjórnar lagði blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í dag, í tilefni Þjóðhátíðardagsins.
Alexandra flutti við athöfnina stutt ávarp, flutt var tónlist og tvær stúlkur báru blómakrans að leiðinu þar sem Alexandra tók við honum og lagði á gröfina. Salóme Katrín sá um sönginn að þessu sinni.