Konum hefur fjölgað mikið í hópi skotveiðimanna á Íslandi síðustu ár og eru í dag um tíu prósent af þeim sem stunda skotveiði, segir formaður Skotveiðifélags Íslands.
Hann kann ekki skýringu á þessu en tiltekur að þær konur sem koma á námskeið til að taka skotvopnaleyfi séu þverskurður af þjóðfélaginu, eins og karlar.
„Það er aðeins umhugsunarefni að þær eru betri skyttur en karlarnir. Þær vanda sig meira á skotvopnaprófunum. Kannski þurfum við bara að gera betur, karlarnir,“ upplýsti Áki Ármann Jónsson í samtali við Eggert Skúlason í nýjasta Dagmálaþættinum.
Þættirnir eru aðgengilegir áskrifendum Morgunblaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.