Smávægileg jarðskjálftahrina mældist við Högnhöfða suður af Langjökli í gær og í dag. Skjálftahrinan hófst síðdegis í gær og teygðist fram á daginn í dag. Þetta staðfestir Veðurstofa Íslands við mbl.is.
Ekki var um stóra jarðskjálfta að ræða og því ekki talið að hætta stafaði af þeim að svo stöddu.