Jarðskjálftahrina á Suðurlandi

Veðurstofa Íslands.
Veðurstofa Íslands. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Smávægileg jarðskjálftahrina mældist við Högnhöfða suður af Langjökli í gær og í dag. Skjálftahrinan hófst síðdegis í gær og teygðist fram á daginn í dag. Þetta staðfestir Veðurstofa Íslands við mbl.is.

Ekki var um stóra jarðskjálfta að ræða og því ekki talið að hætta stafaði af þeim að svo stöddu.

Höögnhöfði liggur sunnan við Langjökul
Höögnhöfði liggur sunnan við Langjökul map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert