Slydduél viðbúin fyrir norðan á 17. júní

Veðurblíða á 17. júní á síðasta ári.
Veðurblíða á 17. júní á síðasta ári. Ljósmynd/Kópavogsbær

Búast má við norðlægri eða breytilegri átt á þjóðhátíðardeginum. Skúrir verða á víð og dreif en sökum kulda fyrir norðan má búast við að beri á slydduéljum, einkum snemma morguns og í kvöld. 

Hámarkshiti næstu daga er í kringum 12 gráður, en almennt 5 til 10 gráður að deginum og kaldara að næturlagi að því er fram kemur í hugleiðingum veðrufræðings Veðurstofu Íslands. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og víða skúrir síðdegis. Hiti 5 til 12 stig, mildast S-lands.

Á sunnudag:
Vestan 3-8 og sums staðar smáskúrir. Hiti 6 til 13 stig yfir daginn.

Á mánudag (sumarsólstöður):
Sunnanátt og rigning V-lands, en bjart með köflum A-til á landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á NA-landi.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt og dálítil rigning S- og V-lands, en líkur á skúrum síðdegis á NA-verðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola, bjart með köflum og milt veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert