Senda þurfti þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hádeginu í dag vegna fjórhjólaslyss í Borgarfirði. Að sögn lögreglunnar var slysið nokkuð alvarlegt.
Slysið varð á tólfta tímanum í morgun en von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.
Landhelgisgæslan staðfesti við mbl.is að þyrlan hefði verið send á vettvang til þess að sækja manninn og koma honum til aðhlynningar.
Vísir greindi fyrst frá málinu