Vetni framleitt við Ljósafoss

Ljósafossvirkjun. Þarna áformar Landsvirkjun að hefja framleiðslu á hreinu/grænu vetni. …
Ljósafossvirkjun. Þarna áformar Landsvirkjun að hefja framleiðslu á hreinu/grænu vetni. Breyta þarf aðalskipulagi og hefur breytingin verið auglýst. Ljósmynd/Landsvirkjun

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum 19. maí 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Sogsvirkjana. Hefur breytingin verið auglýst og getur almenningur kynnt sé hana á vefnum www.utu.is.

Landsvirkjun rekur þrjár virkjanir á svæðinu, Írafossstöð, Ljósafossstöð og Steingrímsstöð. Þær voru teknar í notkun 1937-1959.

Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir að íbúðasvæði vestan við Ljósafossvirkjun, sem er í núverandi aðalskipulagi skilgreint sem íbúðabyggð, verði breytt í iðnaðarsvæði.

Við Ljósafossstöð áformar Landsvirkjun að hefja vetnisvinnslu og því er þessi breyting á skipulaginu nauðsynleg. Uppsett afl virkjunarinnar er 16 MW og Landsvirkjun áformar að uppsett afl rafgreinis verði 10 MW. Stærð vetnisstöðvarinnar verður nálægt 700 fermetrum.

Það var í maí 2020 að Landsvirkjun tilkynnti áform sín um vetnisvinnslu við Ljósafossstöð, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert