Árneskirkja hlýtur nýtt orgel að gjöf

Tónlistarmessan fer fram í Árneskirkju í Trékyllisvík.
Tónlistarmessan fer fram í Árneskirkju í Trékyllisvík. Ljósmynd/Kristinn Hjálmarson

Á sunnudaginn býður Árneskirkja í Trékyllisvík á Ströndum upp á tónlistarmessu þar sem vígt verður nýtt orgel. Hjónin Ágúst Herbert Guðmundsson og Guðrún Gísladóttir á Akureyri gáfu orgelið, en Ágúst lést úr MND-sjúkdómnum í janúar síðastliðnum.

Orgelið er af gerðinni Viscount Prestige 80 með þremur hljómborðum og fótpetal og var í eigu hjónanna en Ágúst var mikill tónlistarmaður.

Séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, mun messa ásamt séra Sigríði Óladóttur sóknarpresti. Í messunni verða flutt ýmis verk eftir F. Mendelssohn, J.S. Bach, A. Vivaldi og fleiri, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert