Landsmenn geta átt von á betra veðri á næstunni en verið hefur, segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Óvenju kalt hefur verið fyrir norðan og austan í júní.
Aðfaranótt þriðjudags var eins stigs frost á Akureyri, sem er mesti kuldi sem mælst hefur þar í júní frá 1978. Víða hefur snjóað á Austur- og Norðausturlandi undanfarna daga.
„Það hafa verið ríkjandi norðlægar áttir og hingað hefur komið kalt loft norðan úr Íshafinu sem hefur legið yfir landinu núna í svolítið langan tíma,“ segir Haraldur í Morgunblaðinn í dag. Hann sér fram á betra veður á næstu dögum og vikum.