Morgunathöfn þjóðhátíðardagsins á Austurvelli var hátíðleg að venju. Þar flutti forsætisráðherra ávarp og fjallkonan sérsamið ljóð.
Skrúðganga fór frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem blómsveigur var lagður að leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur.
Lúðrasveitir voru á vappi um miðbæ Reykjavíkur í gær en Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur héldu upp á þjóðhátíðardaginn með því að arka fram og til baka um miðborg Reykjavíkur og blása í lúðra sína.