Mun stærra en í upphafi

Gosið eins og það leit út þegar dróni ljósmyndara Morgunblaðsins …
Gosið eins og það leit út þegar dróni ljósmyndara Morgunblaðsins flaug yfir svæðinu í fyrradag, miðvikudag. Myndin, sem tekin er í átt að Merardölum, sýnir vel hversu víðfem hraunbreiðan er orðin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eldgosið í Fagradalsfjalli sýnir engin merki þess að vera í rénun nú þegar þrír mánuðir eru liðnir frá því að það hófst. Gosið hófst föstudagskvöldið 19. mars og hefur síðan verið áberandi í fréttum hér nær daglega.

Fjölmargir hafa farið að gosstöðvunum, sumir gangandi en aðrir með þyrlu. Við höfum fengið fréttir af bónorðum, upptökum á tónlistarmyndböndum, pulsusölu og fólki sem hefur næstum farið sér að voða. Og þetta virðist rétt svo vera að byrja.

Samkvæmt nýjustu mælingum mælist Fagradalshraun nú 3,23 ferkílómetrar. Það hefur aukist um rúmlega 60.000 fermetra á dag frá síðustu mælingu eða sem samsvarar um níu fótboltavöllum á dag, að því er fram kemur í umfjöllun um gosið í máli og myndum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert