Skjálftar við Högnhöfða

Högnhöfði. Myndin er tekin af vef Veðurstofunnar.
Högnhöfði. Myndin er tekin af vef Veðurstofunnar.

Smávægileg jarðskjálftahrina mældist við Högnhöfða suður af Langjökli í fyrradag og í gær. Skjálftahrinan hófst síðdegis í fyrradag og teygðist fram á daginn í gær.

Ekki var um stóra jarðskjálfta að ræða og því ekki talið að hætta stafaði af þeim að svo stöddu.

Rúmlega 380 jarðskjálftar mældust í síðustu viku með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands, sem er heldur meira en í vikunni þar á undan þegar um 300 skjálftar mældust.

Samkvæmt Veðurstofunni virðist púlsavirknin við eldgosið í Fagradalsfjalli hafa stoppað í bili en nú er óróinn orðinn samfelldur á ný og virðist vella stöðugt úr gígnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert