Telja bréfin hafa farið á undirverði

Flestir formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja verð bréfanna í hlutafjárútboði Íslandsbanka hafa verið allt of lágt. Mikla þátttöku almennings í útboðinu megi því rekja til verðlagningar bréfanna auk óhagstæðra vaxta á innlánsreikningum.

Flestir formenn stjórnarandstöðunnar fagna aðkomu erlendra fjárfesta og breiðri dreifingu eignarhalds bankans.

„Auðvitað er ánægjulegt að við séum að fá erlenda fjárfesta þarna inn, hugsanlega mun það einhverju breyta. En það breyttist ekkert hjá Arion banka við það og við erum enn að glíma við þessa fákeppni á bankamarkaði. Því miður,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar telur jákvætt að almenningur sé aftur orðinn þátttakandi í hlutafjármarkaðnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert