Vilja afnema sóttkvína

Bjarnheiður Hallsdóttir.
Bjarnheiður Hallsdóttir. mbl.is/RAX

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega.

Opnað var fyrir komu bólusettra ferðamanna frá löndum utan EES/EFTA-svæðisins hinn 6. apríl. Ferðamenn sem eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu fara nú í eina sýnatöku á landamærum fram að 1. júlí.

Óbólusettir ferðamenn frá EES/EFTA-löndum, aðrir en þeir sem koma frá Grænlandi, þurfa að sýna neikvætt PCR-próf, fara í tvær sýnatökur og sæta sóttkví í fimm daga.

„Þegar það var opnað 6. apríl fyrir bólusetta ferðamenn utan Schengen byrjuðu Ameríkanar að tínast til landsins. Það eru aðallega þeir sem hafa verið á ferðinni í einhverjum mæli síðustu vikurnar. Síðan er núna farið að bera töluvert meira á Evrópubúum,“ segir Bjarnheiður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert