Gashættan mæld við eldgosið

Björgunarsveitarmenn við gosstöðvarnar í dag. Sigurður Bogi Ólafsson og Níels …
Björgunarsveitarmenn við gosstöðvarnar í dag. Sigurður Bogi Ólafsson og Níels Ómarsson frá Akureyri. Sigurður, til vinstri, með gasmæli í hálsól. mbl.is/Sigurður Bogi

Mælingar með gasstreymi í hvilftum og lautum, eftirlit með gönguleiðum og aðstoð fyrir úlnliðsbrotinn ferðamann. Þetta og fleira voru verkefnin sem björgunarsveitarmenn á gosstöðvunum á Reykjanesskaganum þurftu að sinna í dag, en þúsundir fólks voru á svæðinu.

Stuttur spotti, aðeins um einn kílómetri, er frá Suðurstrandarvegi að jaðri hraunsins sem skríður fram Nátthagadal. Leiðin er greið og margir leggja leið sína um þessar slóðir nú, til þess að sjá höfuðskepnurnar í ham. Fólk sem þarna kemur leggur bílum sínum gjarnan í vegarbrún eða á gömlum slóða sem þarna er að finna. Tún sem þarna er og nýttist sem bílastæði eftir rigningu sem drullusvað.

„Þetta hefur allt gengið vel. Hér hefur verið stöðugur straumur í allan dag, fólk sem gjarnan kemur til okkar og spyr um gosið og framvindu þess. Í dag var lítil glóð í hrauninu og takmörkuð hreyfing á því, en okkur er sagt að undir yfirborðinu steymi fram hraun,“ segir Níels Ómarsson björgunarsveitarmaður. Hann er úr björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, en liðsmenn deilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa síðustu vikur skipst á um að standa vaktina við gosstöðvarnar – þar sem Suðurnesjamenn voru í aðalhlutverki framan af.

„Stundum þegar gasstreymi í lautum virðist vera að fara yfir hættumörk er okkar að smala fólki þaðan út,“ segir Níels.

Ágætt veður var við gosstöðvarnar á Reykjanesskaganum í dag. Morgundagurinn verður ekki síðri, skv. veðurspá, og slíkt veit á gott meðal útivistarfólks.

Horft inn Nátthagadal sem nú er orðinn nánast fullur af …
Horft inn Nátthagadal sem nú er orðinn nánast fullur af hrauni. mbl.is/Sigurður Bogi
Bílastæði á túni við Suðurstrandarveg eru drullusvað eftir rigningu síðasta …
Bílastæði á túni við Suðurstrandarveg eru drullusvað eftir rigningu síðasta sólarhringinn. mbl.is/Sigurður Bogi
Jeppi björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Liðsmenn sveitarinnar hafa staðið í …
Jeppi björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Liðsmenn sveitarinnar hafa staðið í ströngu frá því gosið hófst og raunar byrjaði törn þeirra löngu fyrr. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert