Skyndidauði knattspyrnumanna í miðjum leik hefur færst í vöxt á umliðnum árum. Ein skýringin er arfgengur sjúkdómur, hjartavöðvakvilli, sem Kamerúninn Marc-Vivien Foé og fleiri sem látist hafa sviplega hafa verið haldnir.
„Einn af hverjum 500 er með þann sjúkdóm sem veldur því að hjartavöðvinn þykknar óeðlilega mikið, sem eykur líkurnar á hjartsláttartruflunum og hjartastoppi við mikla áreynslu,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í hjartalækningum og yfirlæknir.
Hann fagnar auknu eftirliti með afreksknattspyrnumönnum enda veiti bersýnilega ekki af. Best væri að rannsaka alla með segulómskoðun en það sé snúið í framkvæmd vegna þess hversu dýr og tímafrek rannsóknin er. Þess í stað sé stuðst við hjartalínurit og ómskoðun sem oft finni þennan kvilla.
Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.