Hrútur valdur að tjóni á Þingvöllum

Hrúturinn Hreinn býr sig til atlögu
Hrúturinn Hreinn býr sig til atlögu Ljósmynd/Einar Á. Sæmundsen

Tilraun var gerð til innbrots í gestastofuna á Þingvöllum á dögunum. Málið þótti hið einkennilegasta, enda engu stolið. Sökudólgurinn gaf sig fljótt fram, en þó ekki til þess að játa á sig verknaðinn.

Um var að ræða hrút og þegar þjóðgarðsverðir reyndu að reka hann á brott hugðist hann ráðast að vörðunum. Hrúturinn sneri þó við og sá verðugri andstæðing; spegilmynd sjálfs sín í rúðu gestastofunnar.

Bandillur réðst hann því á sjálfan sig og mölbraut rúðuna. Talið er að tjón af völdum hrútsins sé um ein milljón króna, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert