„Þarf úthald og seiglu“

Jón Atli ávarpaði viðstadda útskriftarnemendur.
Jón Atli ávarpaði viðstadda útskriftarnemendur. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Það þarf úthald og seiglu til að ná settu marki þegar flestar forsendur bresta fyrirvaralaust. Ekkert ykkar gat séð fyrir heimsfaraldur þegar þið hófuð nám við Háskóla Íslands. Engu að síður tókst ykkur ætlunarverkið. Í því er fólgin mikil reynsla og lærdómur sem þið takið með ykkur út í lífið og mun nýtast ykkur ekki síður en sjálf prófgráðan.“

Þetta sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í morgun þegar á annað þúsund kandídatar voru brautskráðir frá skólanum í fyrri athöfn dagsins í Laugardalshöll.

Athöfnin var sú fyrri af tveimur sem haldnar eru í …
Athöfnin var sú fyrri af tveimur sem haldnar eru í dag. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Yfir 2.500 manns munu í heildina brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskólanum í dag, sem er met.

Nánari upplýsingar um ræðuna og ræðuna í heild má finna í skjölum sem fylgja póstinum. Þá fylgja tvær myndir Kristins Ingvarssonar af rektor í pontu annars vegar og hins vegar að afhenda kandídat rós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert