Landsliðið í póker komið í úrslitakeppni HM

AFP

Íslenska landsliðið í póker er komið í úr­slita­keppni HM 2021. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Landslið Íslands í póker tók þátt í sínu fyrsta alþjóðlega móti í gær, laug­ar­dag­inn 19. júní, en um var að ræða undan­keppni fyr­ir heims­meist­ara­mótið í match-poker, eða „keppn­is póker“ sem ráðgert er að fara muni fram í lok nóv­em­ber 2021. Match poker er sér­stakt af­brigði af hugaríþrótt­inni póker sem þróað hef­ur verið af In­ternati­onal Federati­on of Match Poker (IFMP) og bygg­ir á svipaðri hug­mynda­fræði og keppni í bridge þar sem hvert lið spil­ar sömu hend­ur úr sömu stöðu og ár­ang­ur liða bygg­ir ekki að neinu leyti á heppni held­ur ein­göngu frammistöðu liðsins.  

Í undan­keppn­inni fyr­ir HM keppa 6 manna lið í 6 liða riðlum og eru spilaðar fjór­ar u.þ.b. klukku­tíma um­ferðir og fer sig­urliðið í hverj­um riðli beint í úr­slita­keppn­ina sem fram fer í nóv­em­ber.  Hin 5 liðin eru síðan dreg­in í um­spilsriðla þar sem þau fá ann­an mögu­leika á að spila sig inn í úr­slita­keppn­ina. 

Íslenska liðið átti í höggi við lið frá Nor­egi, Makedón­íu, Ítal­íu, Króa­tíu og Eistlandi í þess­ari fyrstu viður­eign sinni og liðið okk­ar gerði sér lítið fyr­ir og vann ör­ugg­an sig­ur í riðlin­um.

Íslenska liðið sem keppti í gær skipuðu eft­ir­far­andi: 

  • Daní­el Pét­ur Ax­els­son
  • Gunn­ar Árna­son
  • Eg­ill Þor­steins­son 
  • Inga Guðbjarts­dótt­ir
  • Magnús Val­ur Böðvars­son
  • Sæv­ar Ingi Sæv­ars­son.

Í landsliðshópn­um sem val­inn var af landsliðsnefnd Póker­sam­bands Íslands fyr­ir þetta verk­efni eru einnig:

  • Ein­ar Þór Ein­ars­son
  • Garðar Geir Hauks­son
  • Hall­dór Már Sverris­son
  • Kristjana Guðjóns­dótt­ir

Liðsstjóri liðsins og verk­efn­is­stjóri er formaður PSÍ, Már War­d­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert