Silja Dögg hafnar þriðja sætinu

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi

Niðurstöður úr prófkjöri Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi liggja nú fyrir. Sigurður Ingi hlaut yfirburðakosningu í fyrsta sæti en Jóhann Friðrik Friðriksson endaði í öðru sæti fyrir ofan Silju Dögg Gunnarsdóttur þingmann.

Silja skipaði annað sæti í kjördæminu í síðustu kosningum og tilkynnti á fundinum að hún myndi ekki þiggja þriðja sætið.

Alls greiddu 1.165 manns atkvæði og kjörsóknin 37,5%. Sigurður Ingi fékk 95,7% greiddra atkvæða.

Hér má sjá úrslitin í heild sinni:

    1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi 975 atkvæði í 1. sæti
    2. Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ 552 atkvæði í 1. - 2. sæti
    3. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ 589 atkvæði í 1. – 3. sæti
    4. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ 616 atkvæði í 1. – 4. sæti
    5. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg 773 atkvæði í 1. – 5. sæti

Listinn verður lagður fyrir auka kjördæmisþing í Keflavík 26. júní þar sem hann verður borinn upp til samþykktar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert