Aukadýpkun í Landeyjahöfn

Dæluskipið Dísa var að störfum viðLandeyjahöfn síðastliðinn föstudag.
Dæluskipið Dísa var að störfum viðLandeyjahöfn síðastliðinn föstudag.

Aðstæður hafa verið þannig í maí og júní að sand­ur hef­ur safn­ast inn í Land­eyja­höfn, sér­stak­lega í hafn­ar­mynnið. Vega­gerðin fékk Björg­un til að taka auka­dýpk­un og hef­ur sand­dælu­skipið Dísa verið þar að störf­um síðustu daga.

Staðan í Land­eyja­höfn var óvenjugóð í vet­ur og Herjólf­ur gat notað höfn­ina þegar fært var vegna öldu­gangs og vind­hæðar. Vega­gerðin samdi við Björg­un um vetr­ar­dýpk­un og er aðallega unnið að þeim verk­efn­um vor og haust.

Í vor hafa veðuraðstæður verið þannig að sand­ur hef­ur safn­ast að höfn­inni. Þess vegna fékk Vega­gerðin Björg­un til að dæla sandi úr hafn­ar­mynn­inu og flytja út á sjó. Verkið hófst fyr­ir helgi með því að dælu­skipið Dísa, sem verið hef­ur við störf á Rifi á Snæ­fellsnesi, hóf dæl­ingu í Land­eyja­höfn. Ey­steinn Dof­ra­son, fram­kvæmda­stjóri Björg­un­ar, seg­ir að verkið hafi gengið vel. Í gær var hins veg­ar ekki nógu hag­stætt veður og var tæki­færið notað til að lag­færa búnað skips­ins. Áhöfn Dísu held­ur áfram vinnu í Land­eyja­höfn og er reiknað með að verkið taki viku til tíu daga. helgi@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert