Engin smit innanlands um helgina

Sýnataka fer fram á Suðurlandsbraut.
Sýnataka fer fram á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engin kórónuveirusmit greindust innalands um helgina, föstudag, laugardag og sunnudag. Tveir greindust með virkt smit á landamærunum, einn greindist með mótefni og beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá átta. 

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is

Alls eru nú 15 í einangrun, 41 í sóttkví og 1.544 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert