Í vandræðum uppi á hálendi

Þrátt fyrir að dagatalið sýni að langt sé liðið á …
Þrátt fyrir að dagatalið sýni að langt sé liðið á júní endurspegla aðstæður á hálendinu það ekki en snjór er víða mjög mikill. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Í gær sinnti hópur á hálendisvakt björgunarsveita 12 klukkustunda útkalli við leit að göngufólki sem hafði ekki skilað sér í skála. Þrátt fyrir að dagatalið sýni að langt sé liðið á júní endurspegla aðstæður á hálendinu það ekki en snjór er víða mjög mikill.

Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, að snjórinn hafi gert nokkrum göngumönnum á leið um Laugaveginn erfitt fyrir og þegar nokkrir þeirra höfðu ekki skilað sér í skála við Álftavatn var hafin leit að þeim.

Eftir um átta klukkustunda leit í slæmu skyggni fannst tjald þeirra á fjallshrygg en þar höfðu þau sett niður tjaldið, ekki treyst sér til að tjalda á snjó sem var allt í kring.

Hér fór þó vel en nauðsynlegt er að benda á að áætla þarf aukinn tíma í lengri göngur á hálendinu á næstunni og afla sér upplýsinga um aðstæður, að því er Landsbjörg greinir frá. 

Hér má sjá tjald göngufólksins.
Hér má sjá tjald göngufólksins. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert