Gera allt klárt fyrir hvalaskoðanir sumarsins

Starfsmaður Special Tours þrífur bátinn Dagmar.
Starfsmaður Special Tours þrífur bátinn Dagmar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmaður Special Tours þrífur bátinn Dagmar og undirbýr hvalaskoðunarferð fyrir forvitna ferðamenn. Báturinn er tólf metra langur og gerir farþegum kleift að fylgjast með dýrunum úr návígi.

Fyrirtækið heldur úti alls kyns bátsferðum sem munu eflaust koma til með að njóta vinsælda í sumar meðal bæði erlendra og íslenskra ferðamanna.

Fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki eru þessa dagana að setja sig í stellingar til að taka á móti erlendum ferðamönnum sem streyma til landsins í meira mæli en sést hefur frá því heimsfaraldurinn hófst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert