ON endurgreiðir í kjölfar úrskurðar

Hleðslustöð. Gjaldtakan er nú óheimil.
Hleðslustöð. Gjaldtakan er nú óheimil. mbl.is/ Íris Jóhannsdóttir

Viðskiptavinum Orku náttúrunnar (ON) verður endurgreitt fyrir notkun frá og með 11. júní, í kjölfar þess að kærunefnd útboðsmála ógilti samning borgarinnar við ON varðandi rafhleðslustöðvar.

Þetta kom fram í skriflegu svari frá ON í tilefni úrskurðarins sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Meðal annars spurðist Morgunblaðið fyrir um hvort hleðslustöðvarnar yrðu á sömu stöðum eða hvort til greina kæmi að fjarlægja þær. Svar ON var að fyrirtækið biði eftir svörum frá borginni en þangað til yrðu þær í notkun.

ON telur mikilvægt að ekki verði rof á þeirri þjónustu sem nú þegar hefur verið byggð upp. Ísorka kærði umræddan samning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert