Loftslagsvegvísir atvinnulífsins verður kynntur formelga á rafrænum fundi, sem streymt verður beint hér að neðan, klukkan 15 í dag.
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins gefur yfirsýn yfir núverandi stöðu, auðveldar atvinnugreinunum að setja sínar loftslagsaðgerðir í stærra samhengi og hvetur atvinnulífið til frekari aðgerða, er kemur fram í tilkynningu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar fundinn.
Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Grænvangs og framkvæmdastjóri SI, kynnir vegvísinn ásamt Eggerti Benedikt Guðmundssyni, forstöðumanni Grænvangs.
Loftslagsvísinn má nálgast hér.