Fjöldi alvarlegra aukaverkana á hvert bóluefni

Lyfjastofnun hefur hvatt fólk til að tilkynna um alvarlegar aukaverkanir …
Lyfjastofnun hefur hvatt fólk til að tilkynna um alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetninga en orsakatengsl eru ekki staðfest. AFP

120 til­kynn­ing­ar hafa borist Lyfja­stofn­un vegna gruns um al­var­lega auka­verk­un í kjöl­far bólu­setn­inga við Covid-19. Flest­ar til­kynn­ing­ar um dauðsföll voru vegna Pfizer og flest­ar til­kynn­ing­ar um sjúkra­hús­vist­un voru vegna AstraZeneca.

Or­saka­sam­bönd hafa þó ekki verið staðfest svo fjöldi til­kynn­inga vegna gruns seg­ir ekki til um tíðni raun­veru­legra auka­verk­ana. 

Söfn­un þess­ara upp­lýs­inga er gerð í þeim til­gangi að fylgj­ast með ör­yggi lyfja eft­ir notk­un þeirra og koma auga á mögu­leg­ar auka­verk­an­ir sem eru svo rann­sakaðar bet­ur. Í fylgiseðlum bólu­efn­anna í sér­lyfja­skrá má sjá þekkt­ar auka­verk­an­ir þeirra.

Lyfja­stofn­un hef­ur hvatt alla, jafnt heil­brigðis­starfs­fólk, ein­stak­linga og aðstand­end­ur, til að til­kynna grun um auka­verk­un eft­ir bólu­setn­ingu. Á vef stofn­un­ar­inn­ar eru upp­lýs­ing­ar upp­færðar dag­lega.

Búið er að sund­urliða til­kynn­ing­arn­ar eft­ir bólu­efn­um.

Tilkynningar vegna Pfizer voru 55 talsins.
Til­kynn­ing­ar vegna Pfizer voru 55 tals­ins. AFP

55 til­kynn­ing­ar um al­var­leg­ar auka­verk­an­ir bár­ust vegna Pfizer frá Bi­oNTech. Þar af var 21 vegna and­láts. Öll and­lát­in vörðuðu aldraða ein­stak­linga eða fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Alls 23 til­kynn­ing­ar vörðuðu sjúkra­hús­vist og þar af voru 5 í lífs­hættu­legu ástandi. Aðrar auka­verk­an­ir sem töld­ust klín­ískt mik­il­væg­ar voru 11 tals­ins. Hér er átt við ýmis ein­kenni á borð við blóðtappa. 

Þess ber að geta að flest­ar til­kynn­ing­arn­ar um and­lát bár­ust í janú­ar 2021, þegar elsti og hrumasti hóp­ur­inn var bólu­sett­ur hér­lend­is. Land­lækn­ir hef­ur birt niður­stöður úr sér­stakri rann­sókn sem var gerð í kjöl­far þess­ara til­kynn­inga. Sam­kvæmt henni er ekk­ert sem bend­ir til or­saka­sam­heng­is milli and­láta og bólu­setn­inga.

Vegna Moderna bárust 13 tilkynningar.
Vegna Moderna bár­ust 13 til­kynn­ing­ar. AFP

Moderna-bólu­efnið var til­kynnt 13 sinn­um. Þar af lutu 11 til­kynn­ing­ar að til­fell­um sem vörðuðu sjúkra­hús­vist, þar af var einn í lífs­hættu­legu ástandi. Ein til­kynn­ing varðaði svo lífs­hættu­legt ástand þar sem ekki kom til sjúkra­hús­vist­ar og ein til­kynn­ing tald­ist klín­ískt mik­il­væg. 

AstraZeneca tilkynningar voru 49 talsins.
AstraZeneca til­kynn­ing­ar voru 49 tals­ins. AFP

Vegna AstraZeneca-bólu­efn­is­ins bár­ust Lyfja­stofn­un alls 49 al­var­leg­ar til­kynn­ing­ar. Fjór­ar þeirra vörðuðu and­lát og voru þrír ein­stak­ling­ar af fjór­um með staðfesta und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Þá voru nokkuð marg­ar til­kynn­ing­ar um sjúkra­hús­vist, eða 37 tals­ins og þar af 12 í lífs­hættu­legu ástandi. Til­kynn­ing­ar sem telj­ast klín­ískt mik­il­væg­ar voru sjö tals­ins og ein til­kynn­ing varðaði tíma­bundna löm­un í út­lim ásamt öðrum tíma­bundn­um ein­kenn­um.

Janssen hefur verið tilkynnt þrisvar sinnum.
Jans­sen hef­ur verið til­kynnt þris­var sinn­um. AFP

Aðeins hafa borist þrjár al­var­leg­ar til­kynn­ing­ar vegna Jans­sen-bólu­efn­is­ins og voru þær all­ar tengd­ar sjúkra­hús­vist. Eitt til­vik var lífs­hættu­legt. 

Lyfja­stofn­un hef­ur sett tvo fyr­ir­vara við of­an­greind­ar upp­lýs­ing­ar. Hún biður fólk að skoða þær í sam­hengi við fjölda þeirra sem bólu­sett­ir hafa verið. Einnig vek­ur hún at­hygli á því að beinn sam­an­b­urður milli bólu­efn­anna sé ekki mark­tæk­ur þar sem mis­mun­andi hóp­ar hafi verið bólu­sett­ir með mis­mun­andi bólu­efn­um enda bár­ust þau á mis­mun­andi tím­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka