Pósturinn hækkar gjaldskrá

Pósturinn mun endurskoða gjaldskrána á næstunni.
Pósturinn mun endurskoða gjaldskrána á næstunni. mbl.is/Hari

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, fagnar lagabreytingu sem leiðir til þess að fyrirtækið mun framvegis ekki lengur hafa sama verð fyrir alþjónustu um allt land.

Með því er horfið frá því að bjóða sama verð fyrir pakkasendingar um allt land, að 10 kg, en sú verðskrá hefur gilt frá ársbyrjun 2020.

Þórhildur Ólöf segir kröfuna um sama verð um allt land hafa valdið Íslandspósti ýmsum erfiðleikum.

„Með þessari breytingu hefur ríkið þó ákveðið að draga úr greiðsluþátttöku fyrir notendur á landsbyggðinni, sem hefur skilað þeim mjög hagstæðu verði fyrir pakkasendingar í hálft annað ár. Því leiðir af þessari breytingu að verð til viðskiptavina á landsbyggðinni mun því miður þurfa að hækka,“ segir Þórhildur Ólöf m.a. í samtali í ViðskiptaMogganum í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert