Ekkert innanlandssmit kórónuveirunnar hefur greinst frá því tölur voru síðast uppfærðar á covid.is á mánudag.
Einn greindist með virkt smit á landamærunum, tveir greindust með mótefni og einn bíður eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu.
Alls eru nú 12 í einangrun, 78 í sóttkví og 1.325 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19.