Eldgamalt vatn veldur sprengingunum

Kvikan spýtist kröftuglega fram með reglulegu millibili.
Kvikan spýtist kröftuglega fram með reglulegu millibili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ýmsir hafa velt því fyr­ir sér hvers vegna kvik­an í eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um spýt­ist jafn kröft­ug­lega út og raun ber vitni. Nú er komið svar við því.

Sam­kvæmt grein Sig­urðar Steinþórs­son­ar pró­fess­ors emer­it­us á Vís­inda­vefn­um er það út­leys­ing vatns og þensla kvik­unn­ar á efstu metr­um gos­rás­ar­inn­ar sem veld­ur ólgu og spreng­ing­um í gígn­um.

Vatnið er að sögn Sig­urðar að öll­um lík­ind­um upp­runa­leg­ur, og þá eld­gam­all, hluti kvik­unn­ar og í kring­um 0,5 pró­sent af þyngd henn­ar. Vatnið þenst út að rúm­máli í hit­an­um og þegar kvik­an nálg­ast yf­ir­borðið losn­ar vatn út úr henni, veld­ur spreng­ing­um og sam­ein­ast síðan and­rúms­loft­inu.

Eldgosið á Reykjanesi.
Eld­gosið á Reykja­nesi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Útstreymi kvik­unn­ar er sagt um 10 rúm­metr­ar á sek­úndu, í kring­um 27 tonn, og veg­ur vatnið þar af rúm 135 kg.

Sig­urður seg­ir jafn­framt að um hefði getað verið að ræða grunn­vatn sem hvarf­ast við kvik­una. Þá hefði hins veg­ar gos á hverj­um nýj­um gíg senni­lega haf­ist með ösku­falli og í fram­hald­inu frem­ur mynd­ast gjall en kviku­slett­ur og gufu­spreng­ing­ar verið ríkj­andi í gos­inu. Það er ekki til­fellið í Geld­inga­döl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert