Tveir mega heimsækja í stað eins

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Ljósmynd/mbl.is

Tilslakanir verða gerðar á reglum um gesti og heimsóknir á Landspítala þann 1. júlí í samræmi við almennar tilslakanir á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Þá munu tveir gestir geta heimsótt hvern sjúkling hverju sinni á auglýstum heimsóknartímum, en núna má aðeins einn gestur í einu heimsækja sjúkling að hámarki eina klukkustund í senn. Gestir þurfa að gera grein fyrir sér við inngang.

Áfram þarf að bera grímu á spítalanum og fólk með einkenni smitandi sjúkdóma er beðið um að fresta heimsóknum þar til einkenni eru gengin yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert