Vilja endurreisa rekstur Hótel Sögu

Hótel Saga við Hagatorg var byggt af samtökum bænda og …
Hótel Saga við Hagatorg var byggt af samtökum bænda og rekið af þeim í áratugi. Nú sér hugsanlega fyrir endann á þeirri sögu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bændasamtök Íslands hafa tekið upp einkaviðræður við hóp fjárfesta úr ferðaþjónustunni um sölu á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu um áratuga skeið.

Aðilar sem tengjast rekstri Hótel Óðinsvéa við Óðinstorg fara fyrir fjárfestahópnum. Áforma þeir að hefja á ný rekstur hótels í húsnæði Bændahallarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Bændasamtök Íslands eiga Bændahöllina sem á fasteignina og Hótel Sögu sem rak samnefnt hótel. Hótelinu var lokað í október síðastliðnum vegna fjárhagsörðugleika og fækkunar gesta í kórónuveirufaraldrinum.

Bændahöllin fékk heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrir tæpu ári. Stjórn Bændasamtakanna og Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og umsjónarmaður með fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins, hafa á þessum tíma átt viðræður við ýmsa fjárfesta um kaup á fasteigninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert