Dæla vatni í Hvaleyrarvatn

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar bjuggu sig undir að dæla vatni í Hvaleyrarvatn …
Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar bjuggu sig undir að dæla vatni í Hvaleyrarvatn í gær. Vatnsstaðan hefur sjaldan verið jafn lág og nú. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Þetta er eitt helsta útivistarsvæði okkar Hafnfirðinga. Það skiptir okkur máli að vatnið sé fallegt en ekki eitt drullusvað,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar unnu í gær að því að dæla vatni úr nærliggjandi brunahana í Hvaleyrarvatn. Yfirborð vatnsins hefur lækkað mikið síðustu vikur eftir þurrkatíð í vor og því var tekin ákvörðun um að bregðast við til að bæta ásýnd svæðisins.

„Vatnið er mjög grunnt og uppistaðan í því er grunnvatn á svæðinu. Ef það rignir ekki þá lækkar yfirborðið. Vatnsstaðan sveiflast jafnan til en það hefur sjaldan verið jafn lítið í Hvaleyrarvatni og núna,“ segir Rósa í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem vatni hafi verið dælt út í Hvaleyrarvatn en komin séu mörg ár síðan það var gert síðast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert