Fleiri konur en karlar í nefndum

Mesta ójafnvægið var í kynjaskiptingu hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Mesta ójafnvægið var í kynjaskiptingu hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fleiri konur en karlar sátu í nefndum á vegum ráðuneyta í fyrra. Hlutfallið var 51% konur á móti 49% karla. Er þetta annað árið í röð sem fleiri konur en karlar sitja í nefndum ráðuneyta.

Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Jafnréttisstofu. Í henni er rakið að 1.901 kona og 1.836 karlar hafi setið í nefndum á vegum ráðuneyta. Þótt konur séu í meirihluta heilt yfir er mismunandi skipting milli ráðuneyta.

Sex ráðuneyti af tíu voru með hærra hlutfall kvenna en karla árið 2020. Mesta ójafnvægið var í kynjaskiptingu hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þar voru 43% nefndarmanna konur en 57% karlar. Í heilbrigðisráðuneytinu voru hins vegar 44% nefndarmanna karlar en 56% konur.

Þegar horft er til þeirra nefnda sem skipaðar voru á síðasta ári var ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnar aftur með áberandi mestan kynjahalla. Þar voru 60% nýrra nefndarmanna karlar en 40% konur. Hjá forsætis- og félagsmálaráðuneytum er kynjahlutfallið 57% konur og 43% karlar á liðnu ári, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert