Hraunið nái að Suðurstrandarvegi á næstu vikum

Horft yfir Nátthaga.
Horft yfir Nátthaga. Ljósmynd/Almannavarnir

Í gær lauk fram­kvæmd­um við leiðigarð sem er syðst við Geld­inga­dali. Sá garður bein­ir hraun­rennsli úr Geld­inga­döl­um frá Nátt­hagakrika og áfram niður í Nátt­haga. Þessi aðgerð er liður í því að seinka því, eins og hægt er, að hraun fari að renna í Nátt­hagakrika. 

Í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­deild kem­ur fram að frá Nátt­hagakrika opn­ist lands­lagið meira í átt að mik­il­væg­um innviðum sem eru vest­an og norðan við svæðið. Þegar fram­kvæmd­ir hóf­ust stóð tæpt að hægt væri að klára garðinn vegna hraun­rennsl­is á svæðinu. Eft­ir að það hætti var hægt að klára fram­kvæmd­ina eins og lagt var upp með og er garður­inn nú fimm metra hár og 200 metra lang­ur. 

Miðað við nú­ver­andi virkni í eld­gos­inu mun hraun­rennsli, að öll­um lík­ind­um, ná niður á Suður­strand­ar­veg í gegn­um Nátt­haga á næstu vik­um. 

Hraun streymir niður í Nátthaga.
Hraun streym­ir niður í Nátt­haga. mbl.is/​Ein­ar Falur.

Í kjöl­far sam­ráðs við hags­munaaðila hef­ur verið ákveðið að setja upp lág­an varn­argarð í dals­mynni Nátt­haga. Garður­inn verður 3-5 metra hár og er hon­um ætlað að seinka fram­rás hrauns úr Nátt­haga niður að Suður­strand­ar­vegi og Ísólfs­skála. 

Með þess­ari ráðstöf­un verður hægt að safna meira af hrauni í Nátt­haga að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. Þannig verður von­andi hægt að halda Suður­strand­ar­vegi opn­um nokkru leng­ur en í stefndi. Um leið seinka hraun­rennsli yfir ljós­leiðara sem er á þess­um slóðum og jörðina Ísólfs­skála.

Að óbreyttu mun hraun­rennslið á end­an­um fara yfir garðinn og fela um­merki hans á leið sinni til sjáv­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert