Óskar eftir nauðasamningi

Rútufyrirtækið Allrahanda Gray Line ehf. hefur gert áætlun til næstu þriggja ára um endurreisn félagsins í kjölfar erfiðleika af völdum kórónuveirunnar. Hefur félagið óskað eftir nauðasamningi fyrir héraðsdómi en greiðsluskjól þess rennur út í dag.

Í tilkynningu frá Gray Line er rakið með hvaða hætti það hyggist efna nauðasamninginn á næstu þremur árum. Byggir félagið á spá um komu ferðamanna til Íslands á greiðslufreststímabilinu sem og sögulegum gögnum um rekstrarafkomu þess á síðustu mánuðum áður en faraldurinn skall á.

Atli Björn Þorbjörnsson lögmaður var skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum Grey Line fyrir héraðsdómi. „Umsjónarmaðurinn segir í afstöðu sinni til frumvarpsins að hann telji eðlilega og ásættanlega mælikvarða styðja áætlanir félagsins um efndir nauðasamnings. Hann vísar m.a. til mikillar fækkunar stöðugilda og útleigu á ríflegum hluta höfuðstöðva félagsins til fyrirtækis sem mun þjónusta bifreiðaflota AGL á hagstæðum kjörum. Hann bendir á yfirgripsmiklar hagræðingaraðgerðir í rekstri AGL sem hafa leitt til þess að fastur rekstrarkostnaður er mjög lágur en félagið engu að síður vel í stakk búið til að skapa miklar tekjur til framtíðar litið,“ segir í tilkynningu Gray Line í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert