Birta myndir af manninum sem leitað er að

Bandaríski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að síðan í gær …
Bandaríski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að síðan í gær heitir Scott Estill og er 59 ára. Ljósmynd/Lögreglan

Bandaríski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í gær heitir Scott Estill og er 59 ára, grannvaxinn og vel á sig kominn. Hann sást síðast við hraunkantinn austast í Meradölum þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. 

Scott er með DSLR-myndavél með litríkri hálsól og er hann í brúnum gönguskóm.

Scott er með DSLR-myndavél með litríkri hálsól og er hann …
Scott er með DSLR-myndavél með litríkri hálsól og er hann í brúnum gönguskóm. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Suðurnesjum hefur birt af honum ljósmyndir og biðlar til göngufólks sem man eftir að hafa séð hann að skoða meðfylgjandi kort af gossvæðinu. Lögreglan biður fólk að merkja með x í reit á kortinu þar sem fólk telur sig hafa séð hann. „Eða láta okkur vita um reit og númer og senda okkur skilaboð hér á Facebook eða hafa samband við 1-1-2,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Facebook sem má deila sem víðast. 

Uppfært klukkan 20:13: Maðurinn er fundinn heill á húfi. 

Lögreglan biður fólk að merkja með x í reit á …
Lögreglan biður fólk að merkja með x í reit á kortinu þar sem fólk telur sig hafa séð hann og senda. Ljósmynd/Lögreglan
Björg­un­ar­sveit­ir víða að á land­inu hafa verið kallaðar út vegna …
Björg­un­ar­sveit­ir víða að á land­inu hafa verið kallaðar út vegna leit­ar að ferðamanninum við gosstöðvarn­ar í Geld­inga­döl­um fyr­ir hart­nær sól­ar­hring síðan. mbl.is/Sigurdur Unnar Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert