Óvenjustór skjálfti mældist við Heklu

Hekla. „Þetta lætur okkur fylgjastaðeins betur með,“ segir Böðvar.
Hekla. „Þetta lætur okkur fylgjastaðeins betur með,“ segir Böðvar.

Jarðskjálfti af stærðinni 1,4 mældist við Heklu í gærkvöldi. Skjálftinn virðist tengjast sprungu sem liggur suðvestur af Heklu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir í Morgunblaðinu í dag að af og til verði litlir skjálftar á svæðinu, en þessi skjálfti hafi verið stærri en þeir sem verði vanalega. Þeir hafi alla jafna verið í kringum 0,5 að stærð. „Það koma af og til skjálftar þarna en þessi er stærri en við eigum að venjast,“ segir hann.

Þó mælist enginn órói né breytingar á gasmælingum við eldfjallið. „Við sjáum því ekkert meira en þessa skjálfta og vitum ekki hvort þeir tengjast beint Heklu en þeir virðast tengjast þessari sprungu,“ segir Böðvar. „Þetta lætur okkur fylgjast aðeins betur með, við erum meira vakandi fyrir því sem er að gerast þarna.“

Alltaf þegar skjálftar verði við Heklu séu þeir skoðaðir um leið. „Við erum á tánum núna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert