Pósturinn breyti verðskrá án tafar

mbl.is/Hari

Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið þess á leit við Póst- og fjarskiptastofnun að hún fylgi því eftir að Íslandspóstur breyti gjaldskrá fyrir alþjónustu til samræmis við nýlega breytingu á lögum um póstþjónustu og á lögum um Byggðastofnun.

Fjallað hefur verið um málið í Morgunblaðinu. Með lagabreytingunni verður ekki lengur sama verð fyrir pakkasendingar um land allt, að 10 kg., líkt og verið hefur frá ársbyrjun 2020. Þá flyst eftirlit með Póstinum frá PFS til Byggðastofnunar.

Eftir stendur að gjaldskrá fyrir allt að 50 gramma bréf innan alþjónustu skal vera hin sama um land allt, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur FA, rifjar upp í bréfi til PFS að skv. lagabreytingunni skuli breytt gjaldskrá fyrir alþjónustu taka gildi eigi síðar en 1. nóvember. Að mati Guðnýjar þolir málið ekki bið, enda hafigjaldskráin valdið fyrirtækjum tjóni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert