Sláttur hefst væntanlega af fullum krafti á Suðurlandi í dag. Menn vilja nýta þurrkinn. Sláttur er hálfum mánuði eða þremur vikum seinna á ferðinni en oftast áður.
Á Suðurlandi virðist mesta gróskan í sumar vera í Landeyjum og undir Eyjafjöllum. Margir bændur hófu slátt í vikunni og náðu inn heyjum og einstaka menn eru búnir með fyrri slátt.
Sláttur er þó ekki hafinn á nærri öllum bæjum, að því er fram kemur í umfjöllun um sprettuna í Morgunblaðinu í dag.