Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, er á leið til Íslands. Hún greinir frá því á Twitter að hún komi hingað til lands í boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í því skyni að hitta Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Steingrím J. Sigfússon forseta Alþingis og Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands.
Tsikhanovskaya hefur búið í Vilníus, höfuðborg Litháens, síðan á síðasta ári. Þangað flúði hún eftir að hafa gagnrýnt forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi í ágúst það ár. Tsikhanovskaya bauð sig fram gegn Alexander Lúkasjenkó, sem verið hefur forseti landsins frá 1994, í kosningunum. Niðurstöðurnar, sem segja Lúkasjenkó hafa hlotið 80% atkvæða, eru sagðar falsaðar.
On July 1-4, I will visit Iceland at the invitation of FM @GudlaugurThor to meet PM @katrinjak, 🇮🇸 Parliament Speaker, & @uni_iceland rector. Iceland is a strong supporter of democratic changes in Belarus. This is the second non-EU country I have a working visit to. pic.twitter.com/3KWU4VS7Dv
— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) June 25, 2021