Dagurinn í dag bar yfirskriftina „sunnudagur til sælu“ á Árbæjarsafni, þar sem gestum bauðst að upplifa ferðalag aftur í tímann.
Starfsfólk klæddist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld og sinnti ýmsum störfum. Húsfreyjan í Árbæ bauð upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu sat kona við tóskap.
Þá vappa landnámshænurnar um safnsvæðið og í haga eru kindur og lömb. Safnið er opið í allt sumar á milli kl. 10 og 17.